Akureyrarbær bætir í frístundarstyrkinn!

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak | Tennis og badminton

Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær veitt styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda-, og æskulýðsfélaga á Akureyri. Styrkurinn er ætlaður börnum á aldrinum 6-18 ára (1999-2010).

Styrkurinn hefur farið hækkandi undanfarin ár en árið 2016 mun hann vera kr. 16.000 á barn! Til þess að geta nýtt sér styrkinn verður að skrá barnið rafrænt í gegnum Nóra-kerfið sem KA notar til skráningar og greiðslu á æfingargjöldum. 

KA fagnar þessari ákvörðun Akureyrarbæjar og á hún eftir að koma foreldrum og forráðamönnum iðkenda hjá KA vel!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is