Viðburður

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak | Tennis og badminton - 14:00

Afmælisfagnaður KA á sunnudaginn

Á sunnudaginn kemur verður KA 89 ára gamalt félag. Að því tilefni blásum við til afmælisfagnaðar og þér er boðið. Veislan hefst kl. 14:00 og verður með hefðbundnu sniði.

Kjöri íþróttamanns KA verður lýst, Böggubikarinn verður afhentur og landsliðsfólk verður heiðrað. Ræðumaður dagsins er þingmaðurinn og KA-maðurinn, Logi Már Einarsson. 

Að dagskrá lokinni verður boðið upp á glæsilegar veitingar í formi marengs- og rjómatertna. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is