Aðalfundur KA og deilda félagsins

Almennt | Handbolti | Júdó | Blak | Tennis og badminton

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi í KA-Heimilinu klukkan 20:00. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA.

Jafnframt munu handknattleiksdeild, blakdeild, júdódeild og spaðadeild félagsins halda sinn aðalfund á næstu dögum og er dagskrá fundanna eftirfarandi.

5. apríl 17:30 - Aðalfundur Blakdeildar
5. apríl 18:30 - Aðalfundur Handknattleiksdeildar

7. apríl 18:30 - Aðalfundur Spaðadeildar
7. apríl 19:00 - Aðalfundur Júdódeildar
7. apríl 20:00 - Aðalfundur KA

Athugið að tillögur til lagabreytinga og framboð til stjórnar þurfa að berast að minnsta kosti 8 dögum fyrir aðalfund eða 30 mars. Senda skal tillögur eða framboð á framkvæmdastjóra félagsins á saevar@ka.is. 

Hvetjum sem flesta félagsmenn til að mæta og taka þátt í störfum félagsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is