Aðalfundur KA er á fimmtudaginn

Almennt | Handbolti | Júdó | Blak | Tennis og badminton

Við minnum félagsmenn á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn á fimmtudaginn klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Auk þess eru aðalfundir Handknattleiks-, Blak-, Júdó- og Spaðadeildar á miðvikudag og fimmtudag.

Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn 8 dögum fyrir boðaðan aðalfund.  Sama frestur gildir um framboð til stjórnar.

Auk þess fara eftirfarandi aðalfundir fram:

Miðvikudagurinn 27. maí kl 17:00 - Aðalfundur Handknattleiksdeildar
Miðvikudagurinn 27. maí kl 17:45 - Aðalfundur Blakdeildar
Fimmtudagurinn 28. maí kl 17:00 - Aðalfundur Júdódeildar                                          Fimmtudagurinn 28. maí kl 17:30 - Aðalfundur Spaðadeildar

Dagskrá aðalfundar 
1. Formaður setur fundinn 
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 
3. Skýrsla stjórnar 
4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar 
5. Lagabreytingar 
6. Ákvörðun árgjalda 
7. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda - skoðunarmanna. 
8. Kosning nefnda. 
9. Önnur mál.

Um leið og við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á fundina þá viljum við nota tækifærið og minna fólk á að virða tveggja metra regluna og mun vera passað upp á fjölda fundargesta inn á hvern fund.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is