Þorrablót KA 28. janúar - taktu daginn frá!

Almennt

Risaþorrablót KA fer fram í KA-Heimilinu þann 28. janúar næstkomandi og það er alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessari stórkostlegu skemmtun þar sem Villi Naglbítur, Magni, Eyþór Ingi og Bryndís Ásmunds halda uppi stuðinu.

Eins og venja er á þorrablótum verður dýrindis matur á boðstólum og stefnum við á að gera kvöldið algjörlega ógleymanlegt. Miðasala hefst á næstunni og því eina vitið að taka daginn frá nú þegar, hlökkum til að sjá ykkur!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is