Stefán Haukur Jakobsson er fallinn frá

Almennt

Andlát

Genginn er góður KA félagi, Stefán Haukur Jakobsson, sem lést síðastliðinn laugardag, 27. apríl, 86 ára að aldri.

Stefán Haukur, eða Haukur Dúdda eins og hann var jafnan kallaður, var knattspyrnumaður góður og lék knattspyrnu bæði með KA og ÍBA. Haukur studdi ávallt sitt félag og eftir að hann hætti sjálfur að leika með meistaraflokki var hann einkar duglegur að mæta á leiki bæði hjá meistarflokki karla og einnig hjá yngri flokkum.

Haukur var af mikilli KA fjölskyldu kominn, mamma hans Matthildur Stefánsdóttir var heiðursfélagi KA og bræður hann Jakob, Gunnar og Jóhann (Donni) léku allir knattspyrnu með KA eins og Haukur.

Knattspyrnufélag Akureyrar vottar aðstandendum Hauks sína innilegustu samúð.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is