Skrifstofustjóri KA óskast

Almennt

Aðalstjórn Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, auglýsir til umsóknar nýtt starf skrifstofustjóra. Viðkomandi heyrir beint undir framkvæmdastjóra. Um er að ræða krefjandi en áhugavert starf í einu af stærsta íþróttafélagi landsins og er því nauðsynlegt að einstaklingurinn búi yfir leiðtogahæfileikum, frumkvæði og góðum samskiptahæfileikum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða fullt starf. Möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma og/eða lægra starfshlutfalli.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg forysta og daglegur rekstur skrifstofu félagsins
  • Umsjón með öllu bókhaldi félagsins og deilda þess
  • Gerð reikninga, innheimta og umsjón með Sportabler kerfinu
  • Umsjón með úttektum, frávikagreiningum og kostnaðareftirliti
  • Þátttaka í gerð fjárhagsáætlana
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Mjög góð þekking/reynsla á reikningshaldi, uppgjörum og áætlanagerð skilyrði
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg en ekki skilyrði
  • Mjög góð tölvukunnátta. Þekking á bókhaldkerfum skilyrði, þá helst DK, sem félagið nú nýtir sér.
  • Leiðtogafærni, frumkvæði og skipulagshæfileikar
  • Samviskusemi og nákvæmni ásamt færni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2023. Umsóknir skulu sendar á póstfangið saevar@ka.is og þurfa þær að innihalda starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.

Nánari upplýsingar veita Eiríkur S Jóhannsson (esjohannsson@gmail.com), formaður KA og Sævar Pétursson (saevar@ka.is 690-4232), framkvæmdastjóri KA.

KA er fyrirmyndarfélag ÍSÍ og starfrækir knattspyrnudeild, handknattleiksdeild, blakdeild, júdódeild, lyftingadeild, spaðadeild ásamt almenningsíþróttadeild. Hjá félaginu er lögð sérstök áhersla á barna og unglingastarf auk afreksstarfs og eru einstaklingar og lið á vegum félagins í efstu deildum sinnar íþróttar á landsvísu. Félagsstarf er mikið og leggjum við mikla áherslu á að það sé gaman í KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is