Sjálfboðaliðadagurinn - FYRIR VÖFFLURNAR!

Almennt

KA er gríðarlega heppið með sjálfboðaliða. Þeir eru til í tugatali og vinna virkilega óeigingjarnt starf fyrir félagið í tíma og ótíma. Góður sjálfboðaliði fær aldrei nægilegt hrós en íþróttafélög treysta mikið á sjálfboðaliða.

KA ætlar að bjóða öllum sínum sjálfboðaliðum, stjórnarfólki og öðrum velunnurum í VÖFFLUKAFFI á fimmtudaginn, 23. nóvember. Endilega lítið við í KA-heimilið, fáið ykkur vöfflu sem starfsfólk félagsins ætlar að steikja og takið spjallið við þjálfara félagsins.

Á fimmtudaginn, frá 9:30-11:00 og svo aftur frá 15:30-17:00 verða vöfflujárnin heit og rjóminn verður þeyttur og því ekkert til fyrirstöðu en að mæta. Hægt verður að fá vöfflur með rjóma, sultu og súkkulaði. 

Kæru sjálfboðaliðar, takk fyrir allt ykkar framlag á árinu sem er að líða og sjáumst í vöfflunum. 

FYRIR VÖFFLURNAR. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is