Sigmundur Þórisson fyrrverandi formaður KA er látinn

Almennt

Sigmundur var formaður KA á árunum 1989-1998, lengst allra formanna félagsins. Áður hafði Sigmundur starfað ötullega fyrir félagið og var m.a. í stjórn Júdódeildar KA.

Formannsár Sigmundar voru félaginu mikilvæg og gæfurík. KA vann tvo Íslandsmeistaratitla árið 1989, í blaki karla og knattspyrnu karla, og íþróttahús KA reis árið 1991. Í hönd fóru ár þar sem KA gerði sig meira gildandi í öllum þeim greinum sem iðkendur félagsins lögðu stund á. Sigmundur leiddi félagið af miklum metnaði til metorða og vaxtar. En hann var einnig styðjandi faðir sem hvatti syni sína til afreka innan KA. Honum á félagið mikið að þakka.

Genginn er góður drengur og traustur félagi. Hans verður sárt saknað.

Blessuð sé minning hans.

Fyrir hönd Knattspyrnufélags Akureyrar, sendum við fjölskyldu Sigmundar og öðrum ástvinum hans, okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Eiríkur S Jóhannsson, formaður KA


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is