Öflugt sumarstarf hjá KA

Almennt

Nú þegar skólarnir fara að klára tekur öflugt sumarstarf við hjá KA. Í meðfylgjandi frétt má sjá það helsta sem KA hefur upp á að bjóða. 

Leikjaskólar KA verða tveir talsins þetta sumarið. Annarsvegar sem fram fer í Naustaskóla og hinsvegar er sem fram fer í Giljaskóla á vegum fimleikadeildarinnar. Smelltu hér til að skrá þig í leikjaskóla KA í Naustaskóla og smelltu hér til að skrá þig í leikjaskóla Fimleikardeildar KA í Giljaskóla

Nánari upplýsingar um leikjaskólana má finna hér.

Sumaræfingar og námskeið

Júdódeild KA er með sumaræfingar, eins og venjan er hjá þeim. Hægt er að skrá sig á námskeið hjá júdódeildinni með því að smella hér.

Handknattleiksdeildin verður með sumaræfingar fyrir flesta flokka eftir hádegi í sumar. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Þá tekur sumartafla fótboltans gildi 6. júní næstkomandi og verður því orðið mjög líflegt á KA svæðinu um leið og skólanum lýkur.

KA verður síðan með skemmtilegt tækninámskeið í samstarfi við Coerver Coaching, en hægt er að skrá sig á það með því að smella hér.

Blakdeild KA heldur síðan úti strandblaksæfingum, sem alltaf eru vinsælar. Þeir sem hafa áhuga á þeim skulu setja sig í samband við Oscar Celis, yfirþjálfara blakdeildar en hann er með netfangið oscar@ka.is eða smella hér

 

Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í líflegu sumarstarfi KA í sumar.

 

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is