Myndaveislur Þóris frá síðustu heimaleikjum

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak
Myndaveislur Þóris frá síðustu heimaleikjum
Þórir býður upp á alvöru myndaveislu!

Það er heldur betur búið að vera nóg í gangi á KA-svæðinu undanfarna daga en meistaraflokkslið félagsins léku fjóra heimaleiki á fjórum dögum frá föstudegi til mánudags. Þórir Tryggvason ljósmyndari var eins og svo oft áður á svæðinu og býður til myndaveislu frá öllum leikjunum!

Við kunnum Þóri bestu þakkir fyrir þessa stórkostlegu sendingu á sama tíma og við þökkum ykkur fyrir stuðninginn á leikjunum.


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá leik KA og Völsungs í blaki kvenna

Á föstudaginn mættust lið KA og Völsungs í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki. KA stelpurnar sýndu styrk sinn eins og svo oft áður í vetur og tryggðu sér sætan 3-1 sigur og geta með sigri á Húsavík í kvöld tryggt sér sæti í lokaúrslitunum.


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá leik KA og FH í fótboltanum

Á laugardeginum tók KA á móti FH í 2. umferð Bestudeildar karla í fótboltanum. Eftir að gestirnir höfðu komist í 0-2 stöðu sýndu strákarnir okkar flottan karakter er þeir komu til baka og jöfnuðu í 2-2. Það dugði hinsvegar ekki og fór að lokum svo að FH vann 2-3 sigur.


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá handboltaleik KA og FH

Handboltinn tók svo við á sunnudeginum þegar KA og FH mættust í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Frábær stemning myndaðist á leiknum og stóðu strákarnir sig eins og hetjur gegn Deildarmeisturum FH. Að lokum voru það þó gestirnir sem fóru með 19-25 sigur og slógu út strákana okkar.


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá leik KA og Hamars

Heimaleikjarununni lauk svo með einum besta blakleik síðari ára er KA og Hamar mættust í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla. KA varð að vinna til að tryggja oddaleik í einvíginu og úr varð algjör spennutryllir. KA liðið knúði fram oddahrinu sem fór í maraþon upphækkun og þar vann KA að lokum 22-20 sigur og liðin mætast því í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum á föstudag í Hveragerði.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is