Myndaveislur frá heimasigrum gærdagsins

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak
Myndaveislur frá heimasigrum gærdagsins
Þrír sigrar af þremur í gær! (mynd: Egill Bjarni)

Það var nóg um að vera í gær er karlalið KA í blaki og fótbolta auk kvennaliðs KA/Þórs í handbolta léku heimaleiki í gær. Að sjálfsögðu unnust svo allir þessir leikir auk þess sem að kvennalið Þórs/KA í fótbolta vann útileik gegn FH í Lengjubikarnum.

Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari gerði sér lítið fyrir og leit við á öllum þremur heimaleikjunum í gær og býður því til heljarinnar myndaveislu frá þessum frábæra KA degi. Við kunnum honum bestu þakkir fyrir sitt ómetanlega framlag til félagsins.


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá 2-1 sigri KA á HK í Lengjubikarnum


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá stórsigri KA/Þórs á FH


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá sigri KA á Vestra í blaki karla


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is