Losnaðu við flöskurnar og styrktu KA!

Almennt
Losnaðu við flöskurnar og styrktu KA!
Gámurinn er mættur og klár í slaginn!

Nú þegar sumarhreingerningin er komin á fullt er KA komið með gám á félagssvæði sitt þar sem hægt er að losa sig við flöskur og dósir. Það er því um að gera að losa sig við flöskurnar á einfaldan og þægilegan hátt á sama tíma og þú styður við KA!

Þá bjóðum við einnig upp á að sækja flöskur og dósir heim til fólks en hægt er að hafa samband við Siguróla í síma 692-6646 eða í netfanginu siguroli@ka.is til að fá frekari upplýsingar og bóka okkur í heimsókn til að sækja til ykkar.

Við vonumst að þetta framtak mælist vel fyrir en gámurinn verður til staðar fram til 4. maí næstkomandi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is