KEA afhenti styrk úr menningar-og viðurkenningasjóði

Almennt
KEA afhenti styrk úr menningar-og viðurkenningasjóði
Frá styrkúthlutuninni í gær (mynd: KEA.is)

KEA afhenti styrki úr Menningar-og viðurkenningasjóði félagsins í gær og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi. Þetta var í 88. skipti sem sjóðurinn veitir styrki en úthlutað var rúmum 15 milljónum króna til 42 aðila.

Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins en þeir eru Menningar- og samfélagsverkefni, Íþrótta- og æskulýðsfélög og Ungir afreksmenn.

KA og Þór/KA voru bæði meðal þeirra íþróttafélaga sem fengu úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni og þá fengu þau Ásdís Guðmundsdóttir (handbolti), Gylfi Rúnar Jónsson (júdó), Jóna Margrét Arnarsdóttir (blak) og Rakel Sara Elvarsdóttir (handbolti) veglegan styrk úr flokki ungra afreksmanna.

Við kunnum KEA bestu þakkir fyrir styrkinn og það ómetanlega framlag sem félagið hefur unnið í starfi íþrótta á Norðurlandi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is