KÁF fyrirlestrar í desember

Almennt

Íþróttabandalag Akureyrar stendur fyrir fræðslufyrirlestrum um kynferðislega áreitni (KÁF) fyrir þjálfara, stjórnarmenn, starfsmenn og foreldrafulltrúa aðildarfélaga ÍBA í desember mánuði.

Fyrirlestrarnir fara fram í Teríunni í íþróttahöllinni og eru alls fjórir fyrirlestrar í boði. Alls eru sæti fyrir 40 manns á hverjum fyrirlestri og því mikilvægt að tilkynna skráningu/mætingu með tölvupósti til ellert@akureyri.is.

Við hvetjum alla sem tengjast okkar starfi til að sækja þessa mikilvægu fræðslu.

Tímasetningar fyrirlestranna eru eftirfarandi:

Miðvikudaginn 1. des. kl. 16:30 - 17:30
Miðvikudaginn 1. des kl. 20:00 - 21:00
Miðvikudaginn 8. des. kl. 16:30 - 17:30
Miðvikudaginn 8. des kl. 20:00 - 21:00


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is