KA vs Connah's Quay Nomads

Almennt
KA vs Connah's Quay Nomads
Þorvaldur Makan fagnar marki sínu

Leikur KA við Connah’s Quay Nomads er þriðja einvígi KA í Evrópu.  Fyrsta viðureign KA voru leikir á móti CSKA Sofia frá Búlgaríu en KA gerði sér lítið fyrir og vann heimaleikinn 1-0.  Mark okkar manna skoraði Hafsteinn Jakobsson eftir frábæra sending frá Ormarri Örlygssyni.  KA var mun sterkari aðilinn í fyrri leik liðanna og átti Jón Grétar Jónsson m.a. skot í slá og Kjartan Einarsson fékk góð færi.  Í seinni leik liðanna þá sýndu búlgörsku meistararnir styrk sinn og unnu 3-0 sigur eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik.

Lið KA í seinni leiknum í Búlgaríu:

Haukur Bragason, Halldór Halldórsson, Halldór Kristinsson, Steingrímur Birgisson, Bjarni Jónsson, Ormarr Örlygsson, Hafsteinn Jakobsson, Gauti Laxdal, Heimir Guðjónsson, Jón Grétar Jónsson (Örn Viðar Arnarson 82.), Kjartan Einarsson (Árni Hermannsson 65.)

Seinna einvígi KA var á móti FK Sloboda Tusla frá Bosníu.  Fyrri leikurinn var spilaður í Bosníu og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli þar sem Hreinn Hringsson skoraði mark okkar manna eftir sendingu frá Steina Eiðs.  Seinni leikurinn var spilaður á heimavelli og endaði líka með 1-1 jafntefli þar sem Þorvaldur Makan skoraði með föstu skoti fyrir utan teig.  Leikurinn fór því í framlengingu þar sem KA var heldur sterkari aðilinn en ekkert mark var skorað.  Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og fór það svo að okkar menn urðu að lúta í gras 3-2 í vítaspyrnukeppninni.

 Lið KA í seinni leiknum heima á Akureyri:

Sören Byskov, Jón Örvar Eiríksson (Hreinn Hringsson 55.), Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, Dean Edward Martin, Slobodan Milisic, Þorvaldur Örlygsson, Steinn Viðar Gunnarsson, Steinar Sande Tenden (Elmar Dan Sigþórsson 55.), Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Pálmi Rafn Pálmason (Steingrímur Örn Eiðsson 91.), Ronni Hartvig

Nú er komið að næsta einvígi okkar í Evrópu og vonumst við til að sjá sem flesta stuðningsmenn á heimavelli Fram á fimmtudaginn til þess að styðja strákana og hjálpa þeim áfram í næstu umferð.  Miðasala er í gegnum Stubb https://stubb.is/events/yzMX7n


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is