KA fagnar 94 ára afmćli sínu í dag

Almennt
KA fagnar í dag 94 ára afmćli sínu og munum viđ halda upp á tímamótin međ glćsilegum afmćlisţćtti á KA-TV sem birtur verđur kl. 15:30 á morgun, sunnudag. Hćgt verđur ađ nálgast ţáttinn hér á heimasíđunni sem og á YouTube rás KA-TV.
 
Ţar munum viđ fara yfir blómlegt ár sem nú er liđiđ og tilkynna íţróttakarl og íţróttakonu ársins, auk ţess ađ velja liđ og ţjálfara ársins hjá félaginu. Böggubikarinn verđur einnig afhentur og Ingvar Már Gíslason formađur KA flytur ávarp sitt.
 
 
 
 

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is