KA auglýsir eftir starfsmanni

Almennt

KA auglýsir eftir starfsmanni í vinnu í vetur. Um er að ræða hlutastarf.

Um er að ræða helgar- og kvöldvinnu við almenna húsvörslu og ræstingar. Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Þetta er vinna sem hentar einstaklega vel fyrir skólafólk.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð, góða íslenskukunnáttu og hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi verður einnig að vera orðinn 18 ára. 

Ólíklegt er að þetta henti vel fyrir þá sem stunda íþróttir að kappi, þar sem vinnutímar eru seinnipartar og helgar.

Umsóknir skulu sendar á siguroli@ka.is. Umsóknarfrestur er til 1. september. Öllum umsóknum verður svarað. 

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is