Jakob Snær framlengir

Almennt | Fótbolti
Jakob Snær framlengir
Jakob framlengir við KA

Jakob Snær Árnason og Knattspyrnudeild KA hafa framlengt samning sinn og er Jakob nú samningsbundinn KA út sumarið 2026.  Þetta eru mjög góðar fréttir enda hefur Jakob komið sterkur inn í liðið hjá okkur síðustu ár og nú ljóst að hann verður áfram hjá félaginu næstu ár.

Jakob hefur tekið þátt í 6 leikjum í sumar eftir að hafa byrjað tímabilið meiddur og búinn að skora í þeim leikjum 2 mörk auk þess að skora sigurmarkið í bikarleiknum á móti Grindavík.  Jakob tók þátt í 22 leikjum árið 2022 og skoraði 5 mörk. Gaman verður að fylgjast með Jakobi áfram í gulu treyjunni næstu árin.

Um leið og við fögnum því að Jakob sé búinn að framlengja við KA þá minnum við stuðningsmenn á Evrópuleikina sem eru framundan og vonumst til að sjá sem flesta á Framvellinum 13 júlí nk. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is