Íþróttaveislan að hefjast á ný!

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak
Íþróttaveislan að hefjast á ný!
Kvennaliðin okkar ríða á vaðið

Eftir langa íþróttapásu undanfarna mánuði er loksins komið að því að við getum farið að fylgjast aftur með liðunum okkar. Þó er ljóst að einhver bið er í að áhorfendum verði hleypt á leiki en þess í stað stefnir KA-TV á að gefa enn frekar í og sýna frá hvort sem um ræðir leiki meistaraflokka eða yngriflokka félagsins.

Það er því um að gera að koma sér í gírinn og senda góða strauma til liðanna okkar en hér má sjá næstu viðureignir okkar liða. Athugið að leikjaplön yngriflokka eru enn í vinnslu og því gætu bæst við heimaleikir hjá okkar liðum á næstu dögum sem yrðu þá í beinni á KA-TV.

15. jan. 20:00: KA B - Völsungur | 1. deild kvenna í blaki
16. jan. 16:00: Haukar - KA/Þór | Olísdeild kvenna í handbolta
17. jan. 15:00: KA - Álftanes | Mizunodeild kvenna í blaki
17. jan. 15:00: Þór/KA - Fjarðab/Höttur/Leiknir | Kjarnafæðismót kvenna í fótbolta
19. jan. 18:00: KA/Þór - HK | Olísdeild kvenna í handbolta


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is