Félagsfundur 8. mars kl. 20:00

Almennt

Aðalstjórn KA boðar til félagsfundar þriðjudaginn 8. mars klukkan 20:00 í félagsheimili KA-Heimilisins.

Aðalstjórn félagsins hefur samþykkt að mæla með og leggja fyrir félagsmenn stofnun lyftingadeildar innan KA. Í samræmi við lög félagsins eru félagar í KA því boðaðir á félagsfund 8. mars næstkomandi þar sem tillagan verður kynnt og lögð fyrir.

Á fundinum mun aðalstjórn einnig kynna stöðu uppbyggingarmála hjá KA og þau verkefni sem framundan eru hjá félaginu.

Fyrir hönd aðalstjórnar

Ingvar Már Gíslason
Formaður KA


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is