Breytingar á vali íþróttamanns KA

Almennt
Breytingar á vali íþróttamanns KA
Mateo var valinn íþróttamaður KA árið 2019

Á dögunum samþykkti aðalstjórn KA breytingar á vali íþróttamanns KA. Breytingarnar eru á þann veg að í stað þess að velja einn aðila sem íþróttamann félagsins verður nú kjörinn einn karl og ein kona sem skarað hafa framúr á hverju ári fyrir sig.

Aðalstjórn og formenn deilda, framkvæmdastjóri KA, íþróttafulltrúar KA, einn þjálfari frá hverri deild KA, starfsmaður ÍBA og Íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar hafa kosningarétt í kjöri til íþróttamanns og íþróttakonu KA.

Auk þess verður lið og þjálfari ársins valið af sömu aðilum. Eins og áður munu deildir félagsins sjá um að tilnefna leikmenn, lið og þjálfara til dómnefndar.

Fyrir áhugasama er reglugerð um val á íþróttamanni KA aðgengileg með því að smella hér.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is