Viðburður

Almennt - 20:30

BarSvar í KA-heimilinu á fimmtudaginn | Stórskemmtilegir vinningar

Á fimmtudagskvöldið fer fram PubQuiz, eða BarSvar í KA-heimilinu. Herlegheitin hefjast kl. 20:30.

Það eru 2 saman í liði og kostar 1500kr fyrir liðið að vera með. Veitingar á góðu verði til sölu á meðan BarSvari stendur.

Allir KA-menn og konur hvattir til að mæta og taka þátt! Spurningar verða úr öllum áttum og tilvalið að freista gæfunnar og vera með. Glæsilegir vinningar fyrir fyrstu sætin!

 

Sjáumst í KA-heimilinu á fimmtudagskvöldið!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is