Arnar Gauti ráðinn skrifstofustjóri KA

Almennt
Arnar Gauti ráðinn skrifstofustjóri KA
Arnar Gauti og Sævar framkvæmdarstjóri KA

Arnar Gauti Finnsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri KA og hefur hann störf í ágúst mánuði. Um er að ræða nýtt stöðugildi innan félagsins og alveg ljóst að þetta mun auka enn á faglegheit í starfi okkar öfluga félags og gefa okkur möguleika á að bjóða okkar félagsmönnum upp á enn betri þjónustu.

Arnar Gauti þekkir innviði félagsins afar vel en hann gegndi starfi gjaldkera yngriflokkaráðs í knattspyrnu hjá KA í ansi mörg ár og stóð sig með mikilli prýði í því hlutverki. Hann er menntaður viðskiptalögfræðingur frá Bifröst og er með MSc í fjármálafræði.

Skrifstofustjóri KA heyrir beint undir framkvæmdastjóra félagsins og verða helstu verkefni Arnars Gauta daglegur rekstur skrifstofu KA sem og umsjón með öllu bókhaldi félagsins og deilda. Þá mun hann einnig sjá um gerð reikninga sem og hafa umsjón með Sportabler kerfinu.

Eins og áður segir kemur Arnar Gauti inn í starfið í ágúst mánuði og hlökkum við mikið til að fá hann af fullum krafti inn í daglegt starf félagsins og alveg ljóst að þetta er stórt skref í áttina að enn faglegra og betra starfi hjá KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is