Aðalfundir deilda á næsta leiti

Almennt

Við minnum félagsmenn á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 23. maí klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá verða aðalfundir deilda félagsins einnig haldnir um það leiti en dagskrá næstu daga er eftirfarandi:

Föstudagurinn 19. maí kl 17:00 - Aðalfundur Lyftingardeildar
Föstudagurinn 19. maí kl 17:30 - Aðalfundur Júdódeildar
Mánudagurinn 22. maí kl 17:00 - Aðalfundur Blakdeildar
Mánudagurinn 22. maí kl 17:45 - Aðalfundur Handknattleiksdeildar
Þriðjudagurinn 23. maí kl 18:00 - Aðalfundur KA

Dagskrá aðalfundar 
1. Formaður setur fundinn 
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 
3. Skýrsla stjórnar 
4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar 
5. Lagabreytingar 
6. Ákvörðun árgjalda 
7. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda - skoðunarmanna. 
8. Kosning nefnda. 
9. Önnur mál.

Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta félagsmenn til að mæta á aðalfundina og taka þátt í umræðum um framtíða deildanna og félagsins í heild á þriðjudeginum 23 maí næst komandi.

Þess má geta að aðalfundur knattspyrnudeildar KA var haldinn 22. febrúar síðastliðinn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is