Brynjar Ingi og Daníel valdir í U21

Fótbolti

Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu gaf í dag út sinn fyrsta æfingahóp en hann tók við sem þjálfari U21 liðsins á dögunum. KA á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þeir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Hafsteinsson.

Það er gríðarlega jákvætt að sjá bæði Danna og Binna í hópnum og óskum við þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum. Daníel hefur verið fastamaður í liðinu en Brynjar sem var besti leikmaður KA á síðasta tímabili kemur aftur inn í hópinn að þessu sinni.

Liðið kemur saman til æfinga 3. og 4. mars næstkomandi en framundan er úrslitakeppni EM þar sem Ísland er í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is