Flýtilyklar
Brynjar Ingi lék allan tímann í sigri
Brynjar Ingi Bjarnason heldur áfram að gera það gott með íslenska A-landsliðinu en í gær lé hann allan leikinn er Ísland sótti 0-1 sigur til Færeyja. Á dögunum lék hann 80 mínútur gegn sterku liði Mexíkó og það er alveg ljóst að okkar maður er heldur betur að vekja athygli með framgöngu sinni.
Ísland hefur oft leikið betur en í gær en Binni var öflugur í vörninni og átti að sjálfsögðu stóran þátt í því að liðið hélt hreinu. Eina mark leiksins kom á 70. mínútu er Mikael Neville Anderson skoraði laglegt mark eftir undirbúning hjá Birki Bjarnasyni og Albert Guðmundssyni.
Framundan er svo æfingaleikur gegn Pólverjum þann 8. júní næstkomandi í Póllandi og spennandi að sjá hvort Binni fái ekki örugglega áfram traustið í hjarta varnarinnar.