Brynjar Ingi bestur, Sveinn efnilegastur

Fótbolti

Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið valinn besti leikmaður KA sumarið 2020 en Brynjar Ingi sem er nýorðinn 21 árs stóð fyrir sínu og rúmlega það í vörn KA liðsins. Brynjar lék alla 20 leiki KA í deild og bikar á nýliðnu sumri og skoraði auk þess sín fyrstu tvö mörk fyrir félagið.

Brynjar sem er uppalinn hjá KA hefur nú leikið 34 leiki fyrir félagið í deild og bikar og skrifaði á dögunum undir nýjan samning sem gildir út árið 2023. Auk þess að vera valinn besti leikmaður hjá félaginu hlaut hann Móðann og er því einnig leikmaður ársins hjá vinum Móða.

Þá var Sveinn Margeir Hauksson valinn efnilegasti leikmaður KA en þessi 19 ára gamli miðjumaður kom frábærlega inn í liðið í sumar og lék 18 leiki í deild og bikar og skoraði auk þess glæsilegt mark.

Rétt eins og Brynjar Ingi skrifaði Sveinn á dögunum undir nýjan samning við KA sem gildir út árið 2023 og verður afar spennandi að fylgjast áfram með framvindu þessara ungu og öflugu leikmanna okkar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is