Flýtilyklar
Björgvin Máni í U17 og Einar Ari í U18
26.01.2021
Fótbolti
KA á tvo fulltrúa í æfingahópum U17 og U18 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu en þetta eru þeir Björgvin Máni Bjarnason og Einar Ari Ármannsson. Björgvin Máni er í U17 hópnum og Einar Ari í U18 hópnum en bæði landslið munu æfa fyrir sunnan 1.-3. febrúar næstkomandi.
Báðir hafa þeir verið fastamenn í æfingahópum landsliðanna undanfarin ár og ljóst að spennandi verður að fylgjast með framvindu þeirra. Við óskum þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.