Flýtilyklar
Bjarni Mark valinn í A-landsliðið
10.01.2020
Fótbolti
Bjarni Mark Antonsson var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem mun leika tvo æfingaleiki í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skiptið sem Bjarni er valinn í A-landsliðið og óskum við honum innilega til hamingju með valið.
Bjarni leikur í dag með IK Brage í Svíþjóð en hann gekk til liðs við liðið í janúar í fyrra eftir að hafa slegið í gegn með KA sumarið 2018. Það er ljóst að framundan er afar spennandi verkefni hjá kappanum en Ísland leikur gegn Kanada 15. janúar og svo gegn El Salvador 19. janúar.