Birkir Bergsveinsson með brons á Reykjavik Judo Open.

Almennt | Júdó

Birkir Bergsveinsson með brons á Reykjavik Judo Open.
Birkir Bergsveinsson átti gott mót og lenti í þriðja sæti á Reykjavik Judo Open um helgina.
Reykjavik Judo Open er alþjóðlegt mót sem hefur farið stækkandi undanfarin ár og í ár voru tæplega 50 erlendir keppendur m,ættir til leiks.

Birkir keppti í -66kg. flokki. Hann tapaði fyrstu glímu en fékk svokallaða uppreisn þar sem hann sigraði tvær næstu glímur og hafnaði í 3. sæti. Virkilega glæsilegur árangur hjá Birki.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is