Flýtilyklar
Bane áfram markmannsþjálfari KA
01.11.2020
Fótbolti
Knattspyrnudeild KA og Branislav Radakovic hafa skrifað undir nýjan eins árs samning og verður Branislav því áfram markmannsþjálfari karlaliðs KA.
Branislav eða Bane eins og hann er iðulega kallaður er 55 ára gamall Serbi og hefur verið markmannsþjálfari KA liðsins undanfarin tvö ár og smellpassað inn í hópinn okkar auk þess sem hann hefur aðstoðað markmenn í yngri flokkum félagsins.
Það eru mjög góðar fréttir fyrir félagið að halda Bane innan okkar raða og við hlökkum til að fá hann aftur norður fyrir komandi tímabil en hann er nú í fríi í heimalandi sínu.