Báðir leikir kvöldsins í beinni á KA-TV

Handbolti

Það er sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu í kvöld er KA tekur á móti Val í Olísdeild karla kl. 17:30 og í kjölfarið tekur ungmennalið KA á móti Þór í Grill 66 deildinni kl. 19:45. Það má búast við svakalegri spennu í báðum leikjum og ljóst að þú vilt ekki missa af þessari veislu!

ATHUGIÐ AÐ BÁÐUM LEIKJUM VAR FLÝTT UM 30 MÍNÚTUR, LEIKTÍMAR ERU ÞVÍ 17:30 OG 19:45!

Ef þú kemst ekki í KA-Heimilið er KA-TV lausnin því báðir leikir verða í beinni á rásinni. Aðgangur að hvorum leik kostar 1.000 krónur og er hægt að nálgast KA-TV með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

livey.events/ka-tv


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is