Aron Daði skrifar undir samning út 2026

Fótbolti
Aron Daði skrifar undir samning út 2026
Haddi og Aron ánægðir við undirritunina

Aron Daði Stefánsson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA sem gildir út árið 2026. Aron sem er nýorðinn 17 ára er gríðarlega efnilegur leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins.

Aron Daði er ákaflega öflugur íþróttamaður en hann hefur verið fastamaður í hópum yngrilandsliða Íslands bæði í fótbolta og handbolta auk þess sem hann hefur hampað þó nokkrum titlum í báðum greinum. Hann hefur nú valið fótboltann og verður virkilega spennandi að fylgjast með framgöngu þessa öfluga kappa í gula og bláa búningnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is