Flýtilyklar
Arion banki styrkir knattspyrnudeild KA næstu 3 árin
14.01.2020
Fótbolti
Arion banki og knattspyrnudeild KA undirrituðu í dag þriggja ára styrktarsamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta miklu máli í starfi deildarinnar og erum við afar þakklát Arion banka fyrir stuðninginn.
KA undirbýr sig nú fyrir fjórða sumarið í röð í efstu deild en á síðasta tímabili endaði liðið í 5. sæti sem er besti árangur KA frá árinu 2002. Það er ljóst að KA ætlar sér enn meira á næstu árum og þá er auk þess unnið gríðarlega gott starf hjá yngriflokkum félagsins í fótboltanum. Það er ljóst að samningurinn við Arion banka mun hjálpa til við að halda þeirri vegferð áfram.