Flýtilyklar
Angantýr Máni framlengir við KA út 2022
06.01.2020
Fótbolti
Angantýr Máni Gautason framlengdi í dag samning sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Angantýr sem verður tvítugur á næstu dögum er uppalinn hjá félaginu og er bæði öflugur leikmaður sem og flottur karakter utan vallar.
Angantýr lék með Magna í Inkasso deildinni síðasta sumar og lék alls 15 leiki með þeim í deild og bikar. Sumarið þar áður lék hann með Dalvík/Reyni í 3. deildinni og aðstoðaði þar liðið við að vinna sigur í deildinni.
Það eru ákaflega jákvæðar fréttir að halda Angantý innan okkar raða og ætlumst við til mikils af honum næstu árin.