Andri Hjörvar ráðinn þjálfari Þórs/KA

Almennt

Andri Hjörvar Albertsson hefur verið ráðinn aðalþjálfara mfl. Þórs/KA til næstu þriggja ára. Andri Hjörvar tekur við starfinu af Halldóri Jóni Sigurðssyni, sem verið hefur þjálfari liðsins undanfarin þrjú ár.

Stjórn Þórs/KA tilkynnti ráðningu Anda Hjörvars í dag en hann er ekki ókunnur aðstæðunum þar sem Andri Hjörvar hefur verið aðstoðarþjálfari Donna undanfarin þrjú ár. „Ég er spenntur fyrir verkefninu. Framundan eru spennandi tímar í kvennaboltanum á Akureyri og ég er þakklátur stjórn Þórs/KA fyrir að fá tækifæri til að takast á við þetta verkefni og stýra því ásamt því góða fólki sem er til staðar innan klúbbsins,“ segir Andri Hjörvar.

Nói Björnsson, formaður stjórnar Þórs/KA, segir ánægjulegt að geta ráðið mann innan starfsins hjá Þór/KA sem þekkir vel til liðsins og hafi sýnt og sannað á undanförnum árum að hann eigi þetta tækifæri skilið og sé spennandi kostur fyrir liðið.

Á meðfylgjandi mynd Páls Jóhannessonar innsigla Andri Hjörvar og Nói Björnsson samninginn. Með á myndinni eru Anna Stefánsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Ólafur Svansson úr stjórn Þórs/KA, fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros.

Við bjóðum Andra Hjörvar velkominn til starfa.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is