Æfingagjöld felld niður í júdó

Júdó

Vegna rausnarlegs styrks Samherja svo og stuðnings velunnara júdódeildar KA þá eru æfingagjöld í júdó felld niður og er því frítt að æfa.  Júdódeild KA þakkar heilshugar þessum aðilum stuðninginn.

Um þessar myndir æfa eru um 100 iðkendur í júdó.  Við getum hæglega tekið við mun fleiri og bjóðum við því alla velkomna. 

Nú í vetur hefur verið talsvert um það að þeir sem æfðu júdó á unga aldri en hættu hafa snúið til baka.  Við skorum á fleiri að gera slíkt hið sama, við lofum að vera mjúkhentir við alla þá sem snúa til baka. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is