Aðalstjórn KA fékk úthlutaðan styrk frá KEA

Almennt

KEA afhenti á dögunum styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði félagsins og var aðalstjórn KA meðal þeirra sem fékk úthlutað úr sjóðnum. Einnig fékk kvennastarf Þórs/KA í knattspyrnu úthlutaðan góðan styrk.

Þá fengu nokkrir ungir afreksmenn einnig góðan styrk en meðal þeirra voru þau Karen María Sigurgeirsdóttir (knattspyrna), Svavar Ingi Sigmundsson (handbolti) og Dofri Vikar Bragason (júdó).

Við í KA erum gríðarlega þakklát fyrir styrkinn og ljóst að tilvera sjóðsins skiptir gríðarlega miklu máli í uppbyggingu íþrótta- og tómstundamála hér á Norðurlandi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is