Flýtilyklar
6 frá KA í æfingahópum U15 og U16
KA á sex fulltrúa í æfingahópum U15 og U16 ára landsliða Íslands í knattspyrnu sem æfa þessa dagana. Báðir hópar æfa í Skessunni í Hafnarfirði og er frábært að við eigum jafn marga fulltrúa og raun ber vitni á æfingunum.
Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson og Valdimar Logi Sævarsson voru valdir í U16 hópinn en landsliðinu stýrir hann Jörundur Áki Sveinsson. Þá er einnig í hópnum hann Nóel Atli Arnórsson en Nóel leikur í akademíu Álaborgar í Danmörku en æfir með KA öll sumur.
Mikael, Aron og Jóhann spenntir á flugvellinum fyrir æfingar U15 hópsins
Þá voru þeir Jóhann Mikael Ingólfsson, Mikael Breki Þórðarson og Aron Daði Stefánsson valdir í U15 hópinn sem hann Lúðvík Gunnarsson stýrir.
Við óskum strákunum innilega til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum.