5 fulltrúar á úrtaksæfingum U16 landsliðanna

Fótbolti
5 fulltrúar á úrtaksæfingum U16 landsliðanna
Iðunn, Kimberley og Steingerður eru í U16 hópnum

Dagana 20.-22 janúar næstkomandi eru úrtaksæfingar hjá bæði drengja- og stúlknalandsliðum Íslands í knattspyrnu skipuð leikmönnum 16 ára og yngri. Þór/KA á þrjá fulltrúa kvennamegin og svo eru tveir frá KA í drengjaliðinu en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði.

Steingerður Snorradóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir eru fulltrúar okkar kvennamegin en þær voru allar valdar í landsliðsverkefni á síðasta ári. Þjálfari U-16 er Jörundur Áki Sveinsson.


Ágúst og Sindri eru tilbúnir í slaginn!

Ágúst Ívar Árnason og Sindri Sigurðarson eru svo fulltrúar KA í drengjalandsliðinu en eins og hjá stelpunum voru þeir einnig í landsliðsverkefnum á síðasta ári. Þjálfari þeirra er Davíð Snorri Jónasson.

Við óskum þessum glæsilegu fulltrúum okkar til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is