5 dagar í fyrsta leik | Hvað segja sérfræðingarnir um KR? Vesturbæingar fyrstir norður í sumar

Fótbolti

Nú eru aðeins 5 dagar í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi.

Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!

Vefmiðlar Vísis og Fótbolta.net hafa birt spá sína fyrir komandi sumar, ásamt því að spá fyrirliða og forráðamanna liða í Bestu deildinni var opinberuð fyrir viku síðan!

Það eru allir sammála því að KR muni hafna í 5. sæti bestu deildarinnar! Þegar þessi frétt er skrifuð hefur Vísir.is birt spá sína um að KA muni hafna í 4. sæti og sömuleiðis settu fyrirliðar og forráðamenn KA í 4. sæti í sinni spá. Spá Fótbolta.net um KA hefur ekki enn birsts og verður betur farið í hana þegar nær drengur móti.

Hvað segja hinsvegar sérfræðingarnir um KR? Við skulum grípa niður í nokkra vel valda punkta:

Fótbolti.net segir: "KR vann síðast Íslandsmeistaratitil 2019 en liðið hefur breyst mikið á undanförnum 2-3 árum. Reynslumiklir leikmenn hafa horfið á braut og núna er kominn tími á að aðrir taki við keflinu. Norskur aðstoðarþjálfari og tveir norskir leikmenn eru mættir í Vesturbænum og verður áhugavert að sjá hvernig þessi norska tilraun mun ganga upp."

Vísir.is segir: 
"Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Vesturbæingar fari þar með niður um eitt sæti milli ára.

Síðustu þrjú tímabil, eða frá því KR varð Íslandsmeistari með yfirburðum 2019, hafa verið frekar auðgleymd og hápunktalaus í Vesturbænum. KR-ingar hafa reynt að keyra á dreggjum meistaraliðsins en núna virðist hafa orðið stefnubreyting hjá félaginu."

Fótbolti.net segir svo:

"Styrkleikar: Helstu styrkleikar KR eru í þjálfaranum Rúnari Kristinssyni sem er einn af okkar virtustu og dáðustu sonum. Hann sýnir sínum leikmönnum yfirleitt traust sem þeir gera allt til að endurgjalda. Hann hefur unnið titla með KR og hefur litla þolinmæði fyrir öðru en titilbaráttu.

Veikleikar: Vörn og markvarsla. Þeir hafa misst helstu leiðtogana úr varnarleiknum og Beiti úr markinu. Það mun vafalaust taka tíma fyrir nýtt hafsentapar og norska markvörðinn Kjellevold að mynda góð tengsl og traust sín á milli."

Þá setti Vísir.is upp þessa mynd af líklegu byrjunarliði KR

Og hverjir eru komnir og farnir:

Hér má sjá umfjöllun .net í heild sinni

Hér má sjá umfjöllun Vísis í heild sinni


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is