4 dagar í fyrsta leik | Anna Þyrí svarar hraðaspurningum

Handbolti

Anna Þyrí Halldórsdóttir leikmaður KA/Þórs er spennt fyrir komandi tímabili. Það eru aðeins fjórir dagar í það að KA/Þór taki á móti ÍBV á heimavelli laugardaginn 9. september kl. 13:00. Að tilefni þess fengum við hana til að svara nokkrum hraðaspurningum. 

Nafn: Anna Þyrí Halldórsdóttir
Aldur: 22 ára
Staða: Línumaður
Besta bíómynd allra tíma: Aladdin
Lið í enska: Arsenal
Skemmtiegast liðsfélaginn: Rakel Sara verður að fá þann heiður
Leiðinlegasti liðsfélaginn: Engin, allar frábærar!
Uppáhalds andstæðingur og af hverju: Haukar af því að það eru oft jafnir og spennandi leikir.
Hvað borðaru í morgunmat: Cheerios klikkar ekki!
Hvað ætlaru að gera þegar þú verður stór: Vonandi eitthvað skemmtilegt!
Hvað ertu að horfa á Netflix: Outlander
Hvaða liðsfélaga (3) tekur þú með þér á eyðieyju og afhverju: Telmu Ósk því hún hefur svar við öllu, Mateu því hún myndi redda málunum og Rakel Söru til að halda uppi stuðinu á meðan.
Hvernig síma áttu: Iphone
Hvaða lið verður Íslandsmeistari: Valur
Uppáhald matur: Kjötbollurnar hennar mömmu
Spilaru tölvuleiki - ef já hvaða: Nei
Líklegri til að vinna gamnislag Rakel eða Lydía: Lydía;)
Líklegri til að vinna spurningakeppni: Arna!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is