28 frá KA og KA/Þór í landsliðsverkefnum

Handbolti
28 frá KA og KA/Þór í landsliðsverkefnum
Fulltrúar okkar í drengjalandsliði U17

Það er gríðarleg gróska í handboltastarfinu hjá okkur og undanfarið hafa alls 28 iðkendur hjá KA og KA/Þór verið valin í landsliðsverkefni. Það segir ýmislegt um hve gott starfi er unnið hjá handknattleiksdeild félagsins og frábært að sjá jafn marga iðkendur úr okkar röðum í þessum verkefnum.

Á dögunum varð ljóst að stúlknalandslið Íslands í U17 og U19 ára munu bæði leika á EM í sumar og verður það í fyrsta skiptið sem að tvö stúlknalandslið leika á stórmóti sama árið. Bæði landslið eru farin að huga að undirbúning fyrir mótin og koma saman til æfinga 2.-6. nóvember næstkomandi.

Hildur Lilja Jónsdóttir og Thelma Ósk Þórhallsdóttir eru fulltrúar okkar í æfingahóp U19 ára landsliðsins og þá eru þær Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, Kristín Birta Líndal, Lydía Gunnþórsdóttir og Sif Hallgrímsdóttir í æfingahóp U17 ára landsliðsins.

Þá koma U15 og U16 ára landslið kvenna saman til æfinga dagana 4.-6. nóvember en í U16 á KA/Þór þrjá fulltrúa en það eru þær Arna Dögg Kristinsdóttir, Júlía Sól Arnórsdóttir og Kristín Andrea Hinriksdóttir. Þá var Júnía Sól Jónasardóttir valin í æfingahóp U15 ára landsliðsins.

Strákarnir okkar eru líka í eldlínunni og æfðu öll drengjalandsliðin fyrir sunnan á dögunum. Gauti Gunnarsson var í U21 árs hópnum en þar er hann fastamaður en hann lék með liðinu á EM í Portúgal í sumar.

Þeir Ísak Óli Eggertsson og Skarphéðinn Ívar Einarsson æfðu með U19 ára landsliðinu og þá voru þeir Aron Daði Stefánsson, Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson í U17 ára landsliðinu. U17 ára landsliðið æfði einmitt fyrir norðan í sumar en liðinu stýra þeir Heimir Örn Árnason og Stefán Árnason.

Í U16 ára landsliðinu voru þeir Ingólfur Benediktsson, Leó Friðriksson, Úlfar Örn Guðbjargarson og Þórir Hrafn Ellertsson fulltrúar okkar.

Að lokum voru þau Bríet Kolbrún Hinriksdóttir, Hafrún Linda Guðmundsdóttir, Smári Steinn Ágústsson, Baldur Thoroddsen, Eiður Bessi Gunnlaugsson, Ísak Leifsson og Sigmundur Logi Þórðarson valin í hæfileikamótun HSÍ en þau eru öll fædd árið 2009.

Óskum okkar mögnuðu fulltrúum til hamingju með heiðurinn og handknattleiksdeildinni einnig með þennan frábæra gæðastimpil á starfi deildarinnar. Það er svo sannarlega bjart framundan í handboltanum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is