2 dagar í fyrsta heimaleik | Skarpi svarar hraðaspurningum

Handbolti

Það eru tveir dagar í það að KA taki á móti Fram í Olísdeild karla í handbolta í KA-heimilinu. Síðast þegar þessi lið mættust síðasta vor var fullt hús af fólki og stemmingin sturluð þó að Fram hafi farið með bæði stigin með sér suður.
Það er um að gera endurtaka leikinn varðandi stemminguna - en helst ekki stigin.

Í tilefni að það séu bara 2 dagar í leik fékk KA.is Skarphéðinn Ívar Einarsson til að svara nokkrum hraðaspurningum.

Nafn: Skarphéðinn Ívar Einarsson
Aldur: 18
Staða : Vinstri skytta
Uppáhalds matur: Slátur og hvít sósa
Besta mynd: Interstellar
Lið í enska: Liverpool
Skemmtilegasti liðsfélaginn: Halli Bolli
Leiðinlegasti liðsfélaginn: Halli Bolli í fýlu
Hvað borðaru í morgunmat: Rosa mismunandi, stundum hafragraut, stundum morgunkorn og stundum bara eitthvað sem ég gríp með mér
Hvað ætlaru að verða þegar þú verður stór: Hef eiginlega bara ekki hugmynd en stefnan að verða handbolta maður
Hvað ertu að horfa á á Netflix : black mirror
Spilaru tölvuleiki : Já, Fifa
Hvaða 3 liðsfélaga tækir þú með þér á  eyðieyju: Arnór til að byggja skýli, Patta til að sjá um afþreyingu á eyjunni og Halla til að sjá um móralinn
Hvernig síma áttu : iphone
Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi
Hvaða lið verður Íslandsmeistari: KA annars eru FH líklegir

Hvor myndi vinna í gamnislag: Óli Gúst eða Einar Rafn:Óli Gúst er líklegur en Einsi gæti farið að bíta eða eitthvað þannig ætla ekki að útiloka hann
Hvor myndi vinna í spurningakeppni: Halli eða Gulli: Gulli tekur þetta á reynslunni


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is