Flýtilyklar
13 fulltrúar KA og Þórs/KA á U15 æfingar
Í dag voru tilkynntir æfingahópar hjá U15 ára landsliðum karla og kvenna í knattspyrnu þar sem KA og Þór/KA alls 13 fulltrúa í hópunum. Að eiga svona marga öfluga leikmenn í æfingahópunum er ansi góður stimpill fyrir yngriflokkastarfið okkar og spennandi tímar framundan.
Lúðvík Gunnarsson þjálfari drengjalandsliðsins valdi fimm stráka úr KA í æfingahópinn en það eru þeir Dagbjartur Búi Davíðsson, Elvar Máni Guðmundsson, Gabríel Luca Freitas Meira, Ívar Arnbro Þórhallsson og Valdimar Logi Sævarsson. Strákarnir munu æfa í Skessunni í Hafnarfirði dagana 8.-10. febrúar næstkomandi.
Ólafur Ingi Skúlason sem tók nýverið við stúlknalandsliðinu valdi stóran úrtökuhóp og valdi alls átta stelpur frá Þór/KA á æfingar. Þetta eru þær Amalía Árnadóttir, Angela Mary Helgadóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Emelía Ósk Kruger, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Krista Dís Kristinsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir. Stelpurnar munu æfa í Skessunni í Hafnarfirði dagana 10.-12. febrúar næstkomandi.
Við óskum okkar glæsilegu fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.