10 dagar í fyrsta leik | Hrannar Björn svarar hraðaspurningum: Tæki Grímsa svo einhver nenni að hlusta á mig tuða

Fótbolti

Nú eru aðeins tvær vikur í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi.

Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!

Áður en við förum hraðaspurningarnar er rétt að minna á hádegisverðin sem verður í KA-heimilinu  í dag kl. 12:10 þar sem verða hamborgarar og drykkir til sölu á góðu verði, ásamt því að Hallgrímur Jónasson mun renna yfir liðið fyrir sumarið og sitja fyrir svörum ásamt þeim Ívari Árnasyni og Ásgeiri Sigurgeirssyni! 

Í dag er það Hrannar Björn Steingrímsson sem svarar nokkrum hraðaspurningum og leyfir KA-mönnum að kynnast sér ögn betur. Hrannar er einn leikjahæsti maður KA í efstu deild og hefur leikið með félaginu frá 2014, þar af 94 leiki í efstu deild. 

Nafn: Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson

Aldur: Verð 31 árs í sumar, galið.

Staða: Hægri og/eða vinstri bakvörður

Uppáhalds matur: Nautalund í karamellu

Besta bíómynd allra tíma: Titanic

Lið í enska: Manchester United

Skemmtilegasti liðsfélaginn: Grímsi yrði fúll ef ég myndi ekki nefna hann hérna en ef hann er undanskilinn segi ég Rodri eða Dusan

Leiðinlegasti liðsfélaginn: Þeir eru allt of margir til að velja bara einn

Uppáhalds andstæðingur og afhverju: Líklega FH eða KR því mér finnst skemmtilegast að spila í Krikanum og í Vesturbænum

Hvað borðaru í morgunmat: Er mjög sjaldan svangur á morgnanna þannig bara eitthvað sem er létt í magann til að fá mér eitthvað

Hvað ætlaru að gera þegar þú verður stór: Ég verð aldrei stór en þegar ég verð áfram lítill ætla ég að njóta þess að vera í sumarfríi þegar það loksins kemur. Svo verð ég vonandi pabbi einn daginn.

Hvað ertu að horfa á Netflix: Ekkert í augnablikinu en var að klára Joe sem er reyndar orðið að einhverri þvælu. Er mest í einhverju heimildaefni sem tekur stuttan tíma að klára.

Spilaru tölvuleiki – ef já, hvaða: Hef ekki spilað tölvuleiki síðan 2013 og ástæðan fyrir því er öllum til góðs. Ég ætla samt að kaupa mér tölvu fljótlega til þess að spila Last of Us. Ég mun ekki spila FIFA eða NBA 2k.

Hvaða liðsfélaga (3) tekuru með þér á eyðieyju og afhverju: Elfar og Ásgeir því þeir myndu í sameiningu finna góða leið til að komast heim, Elfar yrði samt í basli með að velja hvaða leið væri best en Ásgeir tæki ákvörðun fljótt. Svo tæki ég Grímsa svo ég gæti tekið pirring minn út á einhverjum sem myndi nenna að hlusta á mig tuða.

Hvernig síma áttu: iPhone 12 max pro

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens

Hverjir vinna Eurovision: Svíþjóð en ég vona að Finnarnir klári þetta

Draumaland til að fara til í Evrópukeppninni: England

Líklegri til að vinna í gamnislag: Bane eða Bói: Bói

Líklegri til að vinna í spurningakeppni: Haddi eða Steini: Þessir þjálfarar svindla alltaf í spurningakeppnum þannig að sá sem myndi svindla meira tæki þetta á endanum.

Hvað ætlaru að skora mörg í sumar: Fleiri en í fyrra


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is