Rakel Sara fer til Svíþjóðar með U-16

Rakel Sara (vinstri) er á leiðinni til Svíþjóðar
Rakel Sara (vinstri) er á leiðinni til Svíþjóðar

U-16 ára landslið kvenna í handbolta er á leiðinni til Svíþjóðar á European Open sem fer fram dagana 2.-6. júlí í Gautaborg. Stelpurnar eru með Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Azerbaijan í riðli og á KA/Þór einn fulltrúa í hópnum og er það Rakel Sara Elvarsdóttir.

Þjálfarar liðsins eru þau Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson. Við óskum Rakel Söru til hamingju með valið og liðinu góðs gengis á mótinu.