Í vikunni voru æfingahópar fyrir drengjalandslið skipuð leikmönnum undir 16 og undir 15 ára aldri. KA skipar stóran sess í þessum hópum en í U16 á KA 4 fulltrúa og í U15 á KA 3 fulltrúa. Maksim Akbachev og Örn Þrastarson eru þjálfarar hópsins og er þetta frábært tækifæri fyrir strákana til að sýna sig.
Í U16 hópnum eru þeir Arnór Ísak Haddsson, Haraldur Bolli Heimisson, Óli Einarsson og Ragnar Sigurbjörnsson.
Í U15 hópnum eru þeir Hilmar Bjarki Gíslason, Jóhann Bjarki Hauksson og Tómas Þórðarson.
Hóparnir munu æfa í Kaplakrika helgina 8.-10. júní og óskum við strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum.