Hið stórskemmtilega lokahóf hjá yngri flokkunum í handboltanum er í dag í KA-Heimilinu klukkan 18:00. Að venju verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar.
Þá styttist í að sumaræfingar hefjist en það hefur gefist mjög vel að bjóða upp á sumaræfingar undanfarin ár og verður engin breyting þar á í ár. Æfingarnar eru fyrir 5. og 6. flokk drengja og stúlkna en þetta eru krakkar fæddir 2004-2007. Þjálfarar verða þeir Jónatan Magnússon og Stefán Árnason. Egill Ármann Kristinsson sér svo um styrktaræfingar.
Verð fyrir námskeiðið er 15.000 krónur og skráningarfrestur er til 18. maí. Skráning fer fram á ka.felog.is og hafið endilega samband við jonni@ka.is eða komið í KA-Heimilið ef einhverjar spurningar vakna eða vandamál eru með skráninguna.
Æfingarnar hefjast þriðjudaginn 29. maí og lýkur föstudaginn 29. júní.
Mán | Þri | Mið | Fim | Fös | |
6. kk | 13:00-14:00 | 13:00-14:00 | Styrkur 13:15 | ||
6. kvk | Styrkur 15:15 | 15:15-16:15 | 15:15-16:15 | ||
5. kk | 13:00-14:00 | 13:00-14:00 | Styrkur 13:15 | ||
5. kvk | Styrkur 15:15 | 15:15-16:15 | 15:15-16:15 |